Peningaverkefni 10 – 50

Í þessu verkefni eru nemendur að æfa sig að telja peninga. Gott væri að prenta út verkefnið og setja það í plastvasa. Hér má nálgast verkefnið á PDF formi:

Komdu og skoðaðu líkamann

Við erum að læra um hjartað og æðakerfið. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum búin að láta okkar nemendur gera. Hér má nálgast verkefnið sem PDF skjal:

Harry Potter: íslenska

Þetta verkefni reynir á kunnáttu nemenda í málfræði. Verkefnið eykur orðaforða og lesskilning þar sem nemendur þurfa að lesa textann á spjöldunum til að leysa verkefnin. Íslenskuspjöldin eru 20 talsins ásamt lausnablaði og nemendablaði þar sem nemendur geta skráð svör sín. Gott er að brjóta spjöldin saman og plasta þannig að það séu dæmi báðum […]

Tugur og eining para saman

Í þessu verkefni para nemendur saman summuna við tug og einingu. Við prentuðum út tvær síður á eina. Klipptum út og plöstuðum.

Tugur og eining tölur 10 – 30

Í þessu verkefni þurfa nemendur að telja tugina og einingarnar og skrá það niður í hringina fyrir neðan. Hér má nálgast verkefnið á PDF formi:

Talning tölur 1-10

Mjög einfalt talningarverkefni fyrir nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref. Verkefnið var samið fyrir eina fjögurra ára sem elskar prinsessur og allt sem er bleikt. Við plöstuðum verkefnið og klemmum klemmu á rétt svar. Hér má nálgast fjórar blaðsíður af talnaverkefnum á PDF formi:

Ís lesskilningur

Nemendur para saman orð svo setningin passi saman. Klippt er eftir punktalínunum og eru bláu verkefnin höfð saman. Hér má nálgast verkefnið á PDF formi:

Orðleysur

Í þessu verkefni þurfa nemendur að para saman orðleysur. Við settum litaðan pappír aftaná verkefnin áður en þau voru klippt út. Nemendur spila þetta sem hefðbundið samstæðuspil. Verkefnið er í þremur þyngdarstigum, 2 stafa, 3 stafa og 4 stafa orðleysur. Hér er hægt að nálgast verkefnin:

Tugur og eining 20-50: Prinsar og prinsessur

Í þessu verkefni eru nemendur að telja tugi og einingar. Gott er að nota klemmu og láta nemendur klemma á rétt svar. Við prentuðum fjórar blaðsíður á eina síðu og plöstuðum verkefnið.

Harry Potter lestrarspjöld

Í þessu verkefni para nemendur saman mynd og setningu. Einnig er hægt að nota þetta verkefni sem samstæðuspil. Gott er að prenta út 4-6 bls. á eina síðu og líma litaðan pappír aftan á blöðin áður en þau eru klippt niður. Hér má nálgast verkefnið: