fbpx
Desember ritun

Í þessu verkefni reynir á sköpunarhæfni nemenda við sögugerð. Verkefnið inniheldur nokkrar tegundir af spjöldum. Spjöldin samanstanda af hugmyndum um persónur,  aukapersónur, hluti, atburði og umhverfi.

Spjöldin eru prentuð út og plöstuð. Hver flokkur er með sína mynd svo það er auðvelt að halda utan um þau. Gott er að líma ákveðinn lit aftan á hverja tegund og klippa svo út. Gott er að skrifa aftan á spjöldin persóna, aukapersóna o.s.frv.

Nemendur draga eitt spjald úr hverjum flokki og skrifa sögu.  Mikilvægt er að fara yfir hvern flokk með nemendum áður en ritunin hefst.

Hér er hægt að nálgast verkefnið:

Fleiri
verkefni