fbpx

Við tókum komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og gerðum nokkur verkefni sem tengjast kennsluefninu frá MMS. Öll þessi verkefni er gott að klippa út og plasta.

Orðalisti

Við tókum orðalistann aftast í kennslubókinni og settum upp sem verkefni þar sem nemendur para saman orð og útskýringu.

Bingó

Við gerðum einnig 4 bingóspjöld upp úr bókinni. Spjöldin eru öll eins með öllum heitunum á gömlu mánuðunum en raðirnar eru númeraðar en hafa ekki bókstafi eins og hefðbundin bingóspjöld. Spjöldin sem fygja bingóspjöldunum eru ferns konar. Gott er að setja mismunandi lit aftan á þau spjöld áður en maður klippir út og plastar þau. Þá er hægt að nýta þau á annan hátt en bingóspjöld.

Hægt er að nota spjöldin á tvennan hátt:

A

B

Sem bingóspjöld þar sem er einn bingóstjóri. Velja þarf eitt spjald af hugmyndunum sem fylgja spjöldunum. Bingóstjóri dregur eitt spjald og segir t.d. fyrsti mánuður ársins og hófst á sumardaginn fyrsta. Þá láta nemendur x yfir eða eitthvað yfir þann reit á sínu bingóspjaldi og þá í þessu tilfelli yfir mánuðinn Hörpu. Spila þarf þá röð 1,2 eða 3.

Nemendur geta einnig raðað hugmyndum af spjöldun 1 á Bingóspjald 1. Þá raða nemendum spjöldunum á réttan mánuð. Þá er gott að setja aftan á hugmyndir af spjöldum, 1,2,3 og 4. mismunandi lit svo auðveldara sé að halda utan um verkefnið. Líma heilt blað aftan á og klippa svo og plasta.

Mánuður og útskýring

Í þessu sama verkefni er einnig mánuður og útskýring sem skipt er upp í 4 parta. Nemendur þurfa því að para saman hvað passar við hvern mánuð. Gott er að nota kennslubókina við þetta verkefni þar sem nemendur þurfa að lesa vel til að geta leyst verkefnið.

Fleiri
verkefni