fbpx
Lesskilningsverkefni úr léttlestrarbókum

Í þessu verkefni er texti, spil og spjöld til að raða í tímaröð. Þetta eru fjórar sögur sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.

Í spilinu þjálfa nemendur lestur, framsögn, les- og hlustunarskilning.

Hægt er að vinna verkefnið þannig að nemendur lesa textann, læs nemandi les textann fyrir spilafélaga sína eða kennari les textann. Þegar textinn hefur verið lesinn fara nemendur í lesskilningsspilið sem inniheldur spurningar úr textanum. 

Verkefninu fylgja einnig spjöld sem innihalda alla söguna. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir um notkun þeirra.

  • Raða spjöldunum upp í rétta tímaröð, nemendur geta haft bókina/textann til að styðjast við. 
  • Æfa skrift/stafsetningu með því að skrifa textann upp.
  • Finna nafnorð, sagnorð og lýsingarorð á spjöldunum, allt eftir aldri nemenda.
  • Tveir nemendur spila saman. Spjöldin eru sett í bunka (setja aukaspjöld inn á milli textaspjalda, sjá neðst í skjalinu) og nemendur draga til skiptis. Ef þeir draga textaspjald þá á að lesa textann upphátt fyrir spilafélagann. Ef mynd af persónunni úr sögunni er dregin þá spyr sá sem dró, spilafélaga sinn spurningar úr textanum. 
  • Raða spjöldunum á gólf eða borð og búa til spilaborð. Setja aukaspjöld inn á milli textaspjalda (sjá neðst í skjalinu). Þegar þau lenda á spjöldum með texta, þá lesa þau textann upphátt fyrir spilafélaga sinn, en þegar þau lenda á aukaspjöldunum þá þurfa þau að gera það sem stendur á þeim.

Fleiri
verkefni