Í þessu verkefni eru textar og spurningar ásamt spili. Textarnir eru númeraðir eftir því í hvaða röð þeir eru ásamt spurningum. Hverjum texta fylgir spil þar sem nemendur æfa sig í lesskilningi, samskiptum og munnlegri frásögn. Lesa þarf því textann vel og vandlega áður en byrjað er að svara spurningunum og spila námspilið. Í upphafi er gott að hafa textann hjá nemendum þegar spilað er, en líka er gott að taka hann í burtu og athuga hvað þau muna mikið úr textanum sem þau voru að lesa. Gert er ráð fyrir að námsspilið sé notað í paravinnu. Gott er að hafa tvo spilakalla og tening fyrir námspilið.
Útprentun og frágangur
Hægt er að ljósrita texta og spurningar en einnig er hægt að brjóta blaðið í tvennt og plasta. Þá er textinn öðru megin og spurningarnar hinum megin. Nemendur geta svarað spurningunum í stílabók, í glugga eða með töflutússpenna beint á spjöldin. Gott er að plasta spilið eða setja í plastvasa svo hægt sé að nota það aftur.

