Höfundar námsefnisins eru menntaðir grunnskólakennarar með áralanga starfsreynslu og starfa í dag sem umsjónarkennarar á yngsta stigi. Árið 2019 hófum við að útbúa stóran hluta af okkar námsefni þar sem okkur fannst vanta námsefni sem höfðaði til nemenda okkar. Þetta byrjaði allt með litlum hóp á Facebook sem vatt upp á sig og úr varð utfyrirbokina.is.