Flokkar
Verkefni
Skólastig
Listi yfir frí verkefni
Nemendur æfa sig í að spora eftir línunum.
Dimmi Mói er verkefnahefti unnið upp úr bók Kristínar Þórunnar Kristinsdóttur. Rafrænt þjálfunarefni fylgir verkefnaheftinu.
Nemendur skrifa nafnið sitt einu sinni í mánuði. Gaman að sjá þróunina eftir skólaárið.
Skipulag til að halda utan um heimalestur/lestur í skólanum fyrir kennarann.
Þið merkið við það sem þið sjáið og reynið að ná öllu því sem er á spjaldinu. Skemmtilegt að nota í sumarfríinu með krökkunum.
Nemendur skrifa um sjálfan sig ásamt því að teikna sjálfsmynd af sér.
Margföldunarhefti þar sem nemendur æfa sig í níu og tíu sinnum töflunni. Fleiri hefti má nálgast undir áskrift eða í vefverslun.
Jólaspil fyrir byrjendur í lestri. Nálgast má fleiri spil inn á áskriftarvef.
Ritunarblað fyrir sögugerð.
Talnaskrift fyrir nemendur. Nemendur fara ofan í tölurnar á myndunum og geta svo litað myndirnar þegar þeir eru búnir að skrifa.
Í þessu verkefni fengu nemendur til sín myndirnar og völdu sér eina sem þau langaði að skrifa sögu um. Myndin var svo sett inn í Bookcreator þar sem þau teiknuðu sögupersónu og skrifuðu sögu.
Hægt er að taka skjáskot af PDF skjalinu og senda myndirnar á nemendur.
Margföldunartöflurnar til útprentunar. Við gerðum litla bók. Prentuðum 4 bls á einni síðu og settum í eina bók fyrir okkar nemendur.