Þjálfun fyrir nemendur í sögugerð.
Verkefnið inniheldur spjöld sem samanstanda af hugmyndum um persónur, hluti, galdraþulur, atburði, umhverfi og tilfinningar eða hugsanir.
Nemendur draga eitt spjald úr hverjum flokki (hverjum lit) og skrifa sögu. Persónulýsingarnar er hægt að setja aftan á persónuna sjálfa og nýta við persónusköpun nemenda.
Spjöldin eru prentuð út og plöstuð.