fbpx
Orðatiltæki og útskýringar 2

Markmiðið með verkefninu er að efla orðaforða nemenda og samvinnu þeirra á milli. Spjöldin eru klippt niður og plöstuð eða sett í plastvasa. Nemendur skrifa svar sitt A, B, eða C á svarblað sem fylgir verkefninu. Verkefnið er framhaldsverkefni af orðatiltækja og útskýringaverkefni 1. Unnið er áfram með sömu orðatiltæki og í verkefni 1 en á annan hátt. Í þessu verkefni eru orðatiltækin og málshættirnir settir inn í málsgreinar sem gætu komið fyrir í okkar daglega tali og umhverfi. Nemendur þurfa að geta ráðið í merkingu og áttað sig á, hvaða málsháttur/orðtak gæti átt við um málsgreinina.

Fleiri
verkefni