Í þessu verkefni þjálfa nemendur færni sína í íslenskri málfræði og auka orðaforða sinn með því að þekkja samheiti og andheiti orða.
Verkefnið er byggt upp á þann hátt að nemendur láta klemmur á rétt svar. Verkefnið er bæði hægt að vinna sem einstaklingsverkefni eða í paravinnu. Þá er hægt að láta nemendur fara yfir hjá hvor öðrum. Nauðsynlegt er að líma litað blað aftan á verkefnið. Svo ekki sé hægt að svindla. Gott er að líma límmiða aftan á rétt svar áður en verkefnið er plastað. Það auðveldar yfirferð verkefnisins.