Í þessum verkefnum auka nemendur færni sína í kortalestri og að lesa út úr hnitum. Nemendur lesa spjöldin og leysa verkefnin á svarblað sem fylgir hverju verkefni fyrir sig. Verkefnin eru litamerkt svo auðvelt er að halda utan um verkefnin.
Þegar plasta á verkefnið er gott að hafa í huga að prenta út báðum megin eða hafa spjöldin framan á og aftan á.
Í þetta verkefni er kortabókin: Kortabók handa grunnskólum notuð frá árinu 2007.
Við tókum komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og gerðum nokkur verkefni sem tengjast kennsluefninu frá MMS. Öll þessi verkefni er gott að klippa út og plasta.
Orðalisti
Við tókum orðalistann aftast í kennslubókinni og settum upp sem verkefni þar sem nemendur para saman orð og útskýringu.
Bingó
Við gerðum einnig 4 bingóspjöld upp úr bókinni. Spjöldin eru öll eins með öllum heitunum á gömlu mánuðunum en raðirnar eru númeraðar en hafa ekki bókstafi eins og hefðbundin bingóspjöld. Spjöldin sem fygja bingóspjöldunum eru ferns konar. Gott er að setja mismunandi lit aftan á þau spjöld áður en maður klippir út og plastar þau. Þá er hægt að nýta þau á annan hátt en bingóspjöld.
Hægt er að nota spjöldin á tvennan hátt:
A
Sem bingóspjöld þar sem er einn bingóstjóri. Velja þarf eitt spjald af hugmyndunum sem fylgja spjöldunum. Bingóstjóri dregur eitt spjald og segir t.d. fyrsti mánuður ársins og hófst á sumardaginn fyrsta. Þá láta nemendur x yfir eða eitthvað yfir þann reit á sínu bingóspjaldi og þá í þessu tilfelli yfir mánuðinn Hörpu. Spila þarf þá röð 1,2 eða 3.
B
Nemendur geta einnig raðað hugmyndum af spjöldun 1 á Bingóspjald 1. Þá raða nemendum spjöldunum á réttan mánuð. Þá er gott að setja aftan á hugmyndir af spjöldum, 1,2,3 og 4. mismunandi lit svo auðveldara sé að halda utan um verkefnið. Líma heilt blað aftan á og klippa svo og plasta.
Í þessum verkefnum þurfa nemendur að nota sérstakt tölfræðiblað til að leysa orðadæmin á spjöldunum. Nemendur skrá svo svör sín á svarblað sem fylgir hverju verkefni fyrir sig. Verkefnin eru þrjú og má ná í þau hér fyrir neðan á PDF formi. Gott er að plasta spjöldin eða láta þau í plastvasa.
Í verkefnunum eru nemendur að æfa þekkingu sína í íslensku, stærðfræði og náttúru og samfélagsgreinum. Í þessum verkefnum er gott að hafa kortabækur inn í stofu þar sem sumar spurningar snúast um landafræði.
Við erum að læra um hjartað og æðakerfið. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum búin að láta okkar nemendur gera.
Þetta verkefni var búið til fyrir 1. bekk en gengur alveg með yngri eða eldri börn. Við prentðum út eitt eintak fyrir hvert barn á A5 blað. Nemendur fá síðan helminginn af seinni blaðinu til að fylla inn í auðu reitina. Nemendur þurfa að klippa út myndirnar og líma þær á réttan stað. Þá ætti verkefnið að vera orðið eins og myndin hér fyrir neðan.
Nýtt efni í ráðgátuseríunni okkar. Hér lesa nemendur texta um húsdýr og ráða í textan um hvaða dýr er verið að tala um. Hverjum texta fylgir eitt verkefnablað með spurningum upp úr textanum.
Í þessu verkefni er gott að nota kortabók. Nemendur skoða fána landanna og skrifa svörin við spurningunum á svarblað. Verkefninu fylgja einnig lausnarblöð svo fljótlegra sé að fara yfir verkefnið.
Í þessu verkefni lesa nemendur textann og tengja við rétta húsdýrið. Hægt er að prenta verkefnið út og nota klemmur. Klemmurnar eru þá notaðar til að setja á rétta svarið.