Þemahefti í íslensku og stærðfræði með hvolpasveita þema. Í heftinu er þjálfaður lestur, farið í léttan lesskilning, talningu, tölur upp í 30, samlagningu, frádrátt, týndu töluna, orðasúpu, hugtakakort, eyðufyllingar og orðskýringar.
Góða skemmtun!
Hrekkjavökuhefti er verkefnahefti í íslensku sem hentar vel fyrir yngstu nemendur grunnskóla. Í heftinu eru eftirfandi þættir þjálfaðir: lestur, lesskilningur, rím og skrift.
Hrekkjavaka er verkefnahefti í íslensku sem hentar vel fyrir 3.-4. bekk. Í heftinu eru eftirfandi þættir þjálfaðir: lestur, lesskilningur, eintöld málfræði og skrift.
Jólaheftið er verkefnahefti í íslensku sem hentar vel fyrir 3.-5. bekk. Í heftinu eru eftirfandi þættir þjálfaðir: lestur, lesskilningur, málfræði, skrift, sögugerð, sköpun og þrautir.
Verkefnahefti í íslensku og stærðfræði með hrekkjavökuþema. Heftið hentar vel 1.- 2. bekk. Unnið er með ýmsa þætti í hefti eins og lestur, lesskilning, einfaldar tölur, samlagningu og frádrátt.
Jólaverkefni þar sem nemendur þurfa að búa til nýjan jólasvein og skrifa um hann.
Lesskilningshefti í tveimur hlutum. Verkefnið byggist upp á því að nemendur lesa texta sem kemur fyrir í Harry Potter og viskusteininum og svara spurningum. Í verkefninu er unnið með orðaforða og lesskilning ásamt málfræði.
Í þessum kennsluspilum reynir á ólíka hæfni nemenda. Spilin eru samþætt stærðfræði, íslensku og kristinfræði. Spilunum fylgja lausnir. Gott er að prenta út lausnablöðin sem fylgja spilunum. Nemendur þurfa að svara spurningunum á reitunum sem þeir lenda á. Gott er því að hafa lausnablaðið við höndina til að athuga hvort svörin séu rétt. Verkefnið er frekar sjálfstýrandi.
Þetta verkefni reynir á sköpunarhæfni nemenda við sögugerð. Verkefnið inniheldur nokkrar tegundir af spjöldum. Spjöldin samanstanda af hugmyndum um persónur, aukapersónur, hluti, atburði og umhverfi.
Spjöldin eru prentuð út og plöstuð. Hver flokkur er með sína mynd svo það er auðvelt að halda utan um þau. Gott er að líma ákveðinn lit aftan á hverja tegund og klippa svo út. Gott er að skrifa aftan á spjöldin persóna, aukapersóna o.s.frv.
Nemendur draga eitt spjald úr hverjum flokki og skrifa sögu. Mikilvægt er að fara yfir hvern flokk með nemendum áður en ritunin hefst.
Þetta verkefni inniheldur 20 spjöld af orðadæmum í stærðfræði ásamt lausna- og nemendablaði þar sem nemendur skrá svör sín. Gott er klippa dæmin út og plasta. Hægt er að brjóta blaðið saman og klippa svo svo það séu dæmi báðum megin á spjaldinu.